Erlent

Daniel Ortega líklegur til sigurs í Níkvaragva

Líkur benda til þess að Daniel Ortega, fyrrverandi leiðtogi Sandinista í Níkvaragva, fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem haldnar verða í landinu næstkomandi sunnudag.

Ortega sem leiddi vinstri stjórn í Níkvaragva árið 1979-1990 var einn af helstu andstæðingum Bandaríkjanna í Suður-Ameríku í kalda stríðinu, og hersveitir hans börðust við skæruliðasveitir Kontra, sem Bandaríkjamenn studdu.

Ortega hefur nú tekið kaþólska trú og greiddi á dögunum atkvæði með því að allar fóstureyðingar yrðu bannaðar í landinu, jafnvel eftir nauðganir og þótt barnsburður ógnaði lífi hinna verðandi mæðra. Með því vildi hann tryggja sér stuðning Kaþólsku kirkjunnar, sem er mjög valdamikil í landinu.

Mannréttindafrömuðir hafa varað við því að Ortega hafi síður en svo hreina samvisku á því sviði, enda hefur hann verið sakaður um að bera ábyrgð á hvarfi þúsunda pólitískra andstæðinga. Ortega nýtur síður en svo óskoraðs stuðnings; það er líklegra að meirihluti hinna fimm milljóna íbúa landsins sé á móti honum.

Ný kosningalög gera hinsvegar að verkum að hann er líklegur til þess að vinna sigur, í fyrstu umferð kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×