Bush tekur lokasprettinn 31. október 2006 16:46 George W. Bush segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent