Erlent

Bjargað með gervifrjóvgun

Kóalabirnirnir þrír.
Kóalabirnirnir þrír. MYND/AP

Kóalabirnir, sem urðu til með gervifrjóvgun, voru kynntir í dýragarði í Queensland í Ástralíu í gær. Birnirnir eru átta en þrír þeirra voru sýndir almenningi. Þeir eru á bilinu 10 til 12 mánaða. Vísindamenn vilja fara þessa leið til að tryggja viðhald stofnsins.

Um 25 kóalabirnir hafa nú orðið til með gervifrjóvgun víða um heim. Birnirnir eru ekki taldir í útrýmingarhættu en hætta talin á að þeir hverfi að hluta í Queensland og á nærliggjandi svæðum.

Stefnt er að því að opna fyrsta sæðisbanka í heimi fyrir kóalabirni í Ástralíu svo hægt verði að tryggja tilvist bjarnanna um ókomna tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×