Chicago kippti meisturunum niður á jörðina 1. nóvember 2006 05:02 Ballið byrjaði í NBA í nótt og í fyrri beinu útsendingunni á NBA TV valtaði Chicago yfir meistara Miami og varpaði skugga á hátíðarhöldin sem fylgdu hringaafhendingunni NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira