Erlent

40 þúsund drukkin börn

Umboðsmaður barna í Noregi er sleginn yfir nýjum upplýsingum um drykkjuvenjur barna og unglinga. Könnunin var gerð á drykkju barna á aldrinum fimmtán til sautján ára.

Hún leiddi í ljós að fjörutíu þúsund börn drekka sig full um hverja helgi. Yfir áttatíu og sjöþúsund drukku sig full í júní, júlí og ágúst. Og yfir hundrað og ellefu þúsund börn höfðu drukkið sig full, einhverntíma á ævinni.

Þá er umboðsmanni einnig brugðið við þau tíðindi að í sex af hverjum tíu tilfellum voru það fullorðnir sem höfðu keypt áfengi fyrir börnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×