Erlent

Varnarmálaráðherra Rússlands líklegur arftaki Pútíns

Rússneski varnarmálaráðherrann, Sergei Ivanov, neitaði í morgun að svara spurningum um hvort að hann væri líklegur til þess að taka við af Pútin Rússlandsforseta þegar hann leggur niður völd árið 2008.

Var þetta á blaðamannafundi sem hann hélt í heimsókn sinni í Osló. Ivanov tók þó ekki fyrir þennan möguleika. Rússneskir fjölmiðlar álíta hann líklegasta eftirmann Pútíns og þar sem rússneska ríkisstjórnin stjórnar mun meiru en gengur og gerist í öðrum löndum, er talið mjög líklegt að sá sem að Pútín útnefni verði forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×