Erlent

Kerry biðst afsökunar á "lélegum brandara"

John Kerry, öldungardeildarþingmaður demókrata í Massachusetts, lét í gærkvöld undan þrýstingi og bað hermenn í Írak afsökunar, sem og fjölskyldur þeirra og alla Bandaríkjamenn sem gætu hafa móðgast.

Orð Kerrys sem vöktu svo mikla reiði voru á þann veg að stúdentar ættu að leggja hart að sér við námið, ellegar ættu þeir átt á hættu að enda í Írak. Repúblikanar höfðu gert sér mat úr orðum hans og sögðu þessi orð niðrandi athugasemd um gáfnafar hermanna í Írak og talið er að þetta gæti jafnvel haft áhrif á kosningaúrslit.

Kerry hefur nú dregið sig í hlé í kosningabaráttu demókrata í von um að verða flokk sínum ekki dragbítur í kosningunum þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×