Erlent

Panama í Öryggisráðið

Utanríkisráðherra Gvatemala og Venesúela takast í hendur er þeir höfðu sæst á Panama sem frambjóðanda í þeirra stað.
Utanríkisráðherra Gvatemala og Venesúela takast í hendur er þeir höfðu sæst á Panama sem frambjóðanda í þeirra stað. MYND/AP

Panama verður líklega fulltrúi Suður-Ameríku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á næstunni. Gvatemala og Venúsúela höfðu barist hatrammlega um sætið síðustu misseri en eftir 47 atkvæðagreiðslur án niðurstöðu ákvöðu löndin að best væri að þriðja landið tæki sætið.

Í gær var síðan sæst á Panama vegna þess að það var eina landið sem enginn hafði neitt við að athuga. Því var líka bætt við að Panama hefði verið boðið sætið þar sem það er vel liðið bæði í Suður- og Norður-Ameríku.

Lög Sameinuðu þjóðanna leyfa atkvæðagreiðslur um mál allt þar til niðurstaða fæst. Frægt er dæmið þegar Kúba og Kólumbía voru að bítast um sæti í öryggisráðinu og tók sú deila þrjá mánuði og fleiri en 150 atkvæðagreiðslur. Var málið þá leyst með því að bjóða Mexíkó sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×