Erlent

Nýr soldán skipaður í Nígeríu

Mohammadu Maccido, fyrrum soldán af Sokoto en hann lést í flugslysi í Nígeríu fyrir skömmu.
Mohammadu Maccido, fyrrum soldán af Sokoto en hann lést í flugslysi í Nígeríu fyrir skömmu. MYND/AP

53 ára gamall ofursti úr nígeríska hernum, Mohammed Sada Abubakar, hefur verið skipaður soldáninn af Sokoto. Sá er gegndi embættinu á undan honum lést í flugslysi í Nígeríu þann 29. október síðastliðinn.

Almennt er talið að vel hafi verið valið þar sem hinn nýi soldán er skyldur þeim fyrri og almenningur kann vel við hann. Þar með er hann orðinn æðsti klerkur þeirra 70 milljón múslima sem búa í Nígeríu.

Þó svo að hlutverk hans sé aðallega formlegt, ákveður hann hvenær hátíðisdagar múslima í Nígeríu hefjast auk þess að vera einn helsti ættbálkahöfðingi í norður-Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×