Erlent

Mjög samviskusamur næturvörður

Pólskur innbrotsþjófur hringdi og bað lögregluna að bjarga sér eftir að næturvörður réðst á hann, vopnaður exi, og barði hann til óbóta.

Næturvörðurinn lamdi innbrotsþjófinn þrisvar sinnum með axarskallanum, með þeim afleiðingum að sprunga kom í höfuðkúpu hans. Innbrotsþjófurinn lagði á flótta, blóðugur og ringlaður, og tókst að komast út í sendiferðabíl sinn, sem stóð fyrir utan húsið.

Næturvörðurinn var hinsvegar ekki á því að láta hann sleppa svo auðveldlega, þannig að hann þaut á eftir honum með öxina reidda. Innbrotsþjófurinn ræsti bílinn og ók af stað, en næturvörðurinn braut hliðarglugga með öxinni og reif í stýrið, þannig að bílinn lenti í moldarbing og festist þar. Það var þá sem innbrotsþjófurinn hringdi í lögregluna og bað um hjálp.

Innbrotsþjófurinn á tíu ára fangelsisdómi yfir höfði sér, en lögreglan er einnig að kanna hvort næturvörðurinn hafi gerst einum of samviskusamur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×