Erlent

Neyðarfundur vegna morðöldu í Napólí

Frá Napólí
Frá Napólí

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, fór til neyðarfundar í Napólí, í dag, til að leggja á ráðin um hvernig sé hægt að stöðva öldu morða sem gengið hefur yfir borgina undanfarnar vikur.

Íbúar borgarinnar hafa krafist þess að herinn verði sendur til þess að koma á lögum og reglu í borginni.

Napólí er fátæk borg og íbúarnir ekki óvanir afbrotum. En sjö morð í viku er meira en þeir geta sætt sig við. Napólí er heimaborg glæpasamtakanna Comorra, sem eru eins og smækkuð útgáfa á Mafíunni.

Herinn hefur áður verið sendur til að stilla til friðar, bæði í Napólí og á Sikiley. Prodi er ekki hlynntur því að senda herinn til borgarinnar. Hann segist frekar vilja að ráðast að rótum vandans, með því að bæta efnahaginn í hinum fátæka suðurhluta landsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×