Þarf að hemja og temja börn? 2. nóvember 2006 21:55 Í mannlega þættinum í dag fjöllum við um spennandi hugmyndir sem eru að ryðja sér til rúms undir yfirskriftinni tengslauppeldi, eða barnmiðað uppeldi. Uppá engilsaxnesku er talað um "Attatchment Parenting" sem er þá vísun í tengslakenningar sem runnar eru undan rifjum sálfræðingsins fræga Johns Bowlbys. Það má í sjálfu sér segja að tengslauppeldi sé hin náttúlega leið til að elska og annast barnið sitt. Og eflaust hefðum við aldrei vikið af þeirri eðlilegu braut ef firringin hefði ekki náð tangarhaldi á okkur vestulandabúum. Úr tengslum við náttúrna og okkur sjálf leiddumst við til að trúa á kenningasmiði í hvítum sloppum sem höfðu kannski aldrei alið barn við brjóst sér. Um áratugaskeið fórum við eftir kaldranalegum kenningum sem gengu út á að hemja, temja og bæla börn. Mæðrum var kennt að að gefa þeim frekar pela en brjóst svo hægt væri að mæla nákvæmlega magnið sem fór í börnin, láta svo líða 4 tíma á milli gjafa og taka börnin sem minnst upp. Grátur eða önnur skilaboð frá barninu voru til marks um óhemjugang og tilraunir til að stjórna foreldrunum. En nú er öldin önnur - eða hvað? Erum við að missa trúna á vísindin sem geta búið til hvaða sannleika sem er? Erum við tilbúin til að fara innávið og finna til og njóta? Erum við tilbúin til að trúa og treysta á innsæið og eðlið? Er upplýsingaöldin að veita okkur tækifæri til að sjá út fyrir rammann sem yfirvöld halda að okkur? Eða erum við bara misjöfn og sitt í hverja áttina og ekkert nýtt að gerast? Hvað sýnist þér? Varið ykkur á barnatemjurum Tengslauppeldi gengur út á að opna hug sinn og hjarta fyrir einstökum þörfum barnsins og að láta tilfinninguna fyrir barninu ráða því hvernig brugðist er við hverju sinni. Grundvallaratriði tengslauppeldis eru þessi: 1. Að tengjast barninu strax við fæðingu, gefa sér góðan tíma fyrstu dagana og vikurnar og láta eftir sér að heillast af þessum nýja einstaklingi og tengjast honum tilfinningaböndum. 2. Að gefa brjóst. Brjóstagjöfin er langeðlilegasta og árangursríkasta leiðin til að læra á barnið, læra að bregðast við þörfum þess og byggja upp gagnkvæmt traust. 3. Að bera barnið utan á sér. Börn sem borin eru í fetli (sling) eru rólegri, kvarta síður, eru betur vakandi fyrir umhverfinu og læra hraðar á það. 4. Að deila rúmi með barninu. Flest börn sofa best nálægt foreldrum sínum og með því að leyfa barninu að sofa uppí hjá sér nær móðirin að sinna þörfum þess á nóttunni, þar á meðal brjóstagjöf, án þess það þurfi að gráta eða finnast það nokkurn tíma vanrækt. 5. Að taka mark á gráti barnsins. Grátur barnsins er tungumál þess og það sem náttúran hefur gefið því til að tryggja að því verði sinnt og það haldi lífi. Börn tjá sig með því að gráta, en gráturinn er ekki lymskufull leið þeirra til að ná völdum á heimilinu. 6. Að halda jafnvægi og setja mörk, meðal annars með því að gleyma ekki sínum eigin þörfum. Foreldrar gera barninu engan greiða með því að vanrækja sjálfa sig. 7. Að vara sig á barnatemjurum. Barnatemjarar eru velviljað fólk sem á það til að gefa nýorðnum foreldrum ráð eins og: "Þú verður að leyfa henni að gráta, annars veður hún yfir þig." "Þú getur ekki látið krakkann ráða því hvenær hann fær brjóst, hann verður að læra að fylgja reglum," eða "Þú elur upp í henni frekjuna með því að halda svona mikið á henni." Þessar skoðanir byggja á þeirri undarlegu hugmynd að grátur barna stafi af óþekkt og sé leiðinda ávani sem við verðum að venja þau af. Þeir foreldrar sem fara eftir svona ráðleggingum eru hins vegar að rjúfa tengsl sín við barnið í stað þess að tengjast því náið, og skapa vantraust í stað trausts. Heimild: "The Attachment Parenting Book" Mannlegi þátturinn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í mannlega þættinum í dag fjöllum við um spennandi hugmyndir sem eru að ryðja sér til rúms undir yfirskriftinni tengslauppeldi, eða barnmiðað uppeldi. Uppá engilsaxnesku er talað um "Attatchment Parenting" sem er þá vísun í tengslakenningar sem runnar eru undan rifjum sálfræðingsins fræga Johns Bowlbys. Það má í sjálfu sér segja að tengslauppeldi sé hin náttúlega leið til að elska og annast barnið sitt. Og eflaust hefðum við aldrei vikið af þeirri eðlilegu braut ef firringin hefði ekki náð tangarhaldi á okkur vestulandabúum. Úr tengslum við náttúrna og okkur sjálf leiddumst við til að trúa á kenningasmiði í hvítum sloppum sem höfðu kannski aldrei alið barn við brjóst sér. Um áratugaskeið fórum við eftir kaldranalegum kenningum sem gengu út á að hemja, temja og bæla börn. Mæðrum var kennt að að gefa þeim frekar pela en brjóst svo hægt væri að mæla nákvæmlega magnið sem fór í börnin, láta svo líða 4 tíma á milli gjafa og taka börnin sem minnst upp. Grátur eða önnur skilaboð frá barninu voru til marks um óhemjugang og tilraunir til að stjórna foreldrunum. En nú er öldin önnur - eða hvað? Erum við að missa trúna á vísindin sem geta búið til hvaða sannleika sem er? Erum við tilbúin til að fara innávið og finna til og njóta? Erum við tilbúin til að trúa og treysta á innsæið og eðlið? Er upplýsingaöldin að veita okkur tækifæri til að sjá út fyrir rammann sem yfirvöld halda að okkur? Eða erum við bara misjöfn og sitt í hverja áttina og ekkert nýtt að gerast? Hvað sýnist þér? Varið ykkur á barnatemjurum Tengslauppeldi gengur út á að opna hug sinn og hjarta fyrir einstökum þörfum barnsins og að láta tilfinninguna fyrir barninu ráða því hvernig brugðist er við hverju sinni. Grundvallaratriði tengslauppeldis eru þessi: 1. Að tengjast barninu strax við fæðingu, gefa sér góðan tíma fyrstu dagana og vikurnar og láta eftir sér að heillast af þessum nýja einstaklingi og tengjast honum tilfinningaböndum. 2. Að gefa brjóst. Brjóstagjöfin er langeðlilegasta og árangursríkasta leiðin til að læra á barnið, læra að bregðast við þörfum þess og byggja upp gagnkvæmt traust. 3. Að bera barnið utan á sér. Börn sem borin eru í fetli (sling) eru rólegri, kvarta síður, eru betur vakandi fyrir umhverfinu og læra hraðar á það. 4. Að deila rúmi með barninu. Flest börn sofa best nálægt foreldrum sínum og með því að leyfa barninu að sofa uppí hjá sér nær móðirin að sinna þörfum þess á nóttunni, þar á meðal brjóstagjöf, án þess það þurfi að gráta eða finnast það nokkurn tíma vanrækt. 5. Að taka mark á gráti barnsins. Grátur barnsins er tungumál þess og það sem náttúran hefur gefið því til að tryggja að því verði sinnt og það haldi lífi. Börn tjá sig með því að gráta, en gráturinn er ekki lymskufull leið þeirra til að ná völdum á heimilinu. 6. Að halda jafnvægi og setja mörk, meðal annars með því að gleyma ekki sínum eigin þörfum. Foreldrar gera barninu engan greiða með því að vanrækja sjálfa sig. 7. Að vara sig á barnatemjurum. Barnatemjarar eru velviljað fólk sem á það til að gefa nýorðnum foreldrum ráð eins og: "Þú verður að leyfa henni að gráta, annars veður hún yfir þig." "Þú getur ekki látið krakkann ráða því hvenær hann fær brjóst, hann verður að læra að fylgja reglum," eða "Þú elur upp í henni frekjuna með því að halda svona mikið á henni." Þessar skoðanir byggja á þeirri undarlegu hugmynd að grátur barna stafi af óþekkt og sé leiðinda ávani sem við verðum að venja þau af. Þeir foreldrar sem fara eftir svona ráðleggingum eru hins vegar að rjúfa tengsl sín við barnið í stað þess að tengjast því náið, og skapa vantraust í stað trausts. Heimild: "The Attachment Parenting Book"
Mannlegi þátturinn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira