Erlent

Eldsprengjuvargar handteknir

Námsmenn í Marseille, komu saman við háskóla í borginni í gær til að biðja fyrir konu sem brenndist illa í eldsprengjuárás á strætisvagn fyrir viku. 4 unglingar á aldrinum 15-17 ára hafa verið handteknir, grunaðir um verknaðinn.
Námsmenn í Marseille, komu saman við háskóla í borginni í gær til að biðja fyrir konu sem brenndist illa í eldsprengjuárás á strætisvagn fyrir viku. 4 unglingar á aldrinum 15-17 ára hafa verið handteknir, grunaðir um verknaðinn. MYND/AP

Lögreglan í Marseille í Frakklandi hefur handtekið fjóra unglinga sem grunaðir eru um að hafa varpað eldsprengju inn í strætisvagn í borginni fyrir tæpri viku. Farþegi í vagninum brenndist illa í árásinni og er að sögn lækna enn í lífshættu. Einn unglingurinn er 15 ára en hinir þrír 17 ára.

Eldur var lagður að nokkrum strætisvögnum í Frakklandi fyrir viku en þá var ár liðið frá alvarlegum óeirðum sem blossuðu upp þar í landi eftir dauða tveggja unglinga af erlendum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×