Erlent

Palestinskar konur slógu skjaldborg um vígamenn í mosku

Ein kvennanna sem særðust við moskuna í morgun fluttar á sjúkrahús í bænum Beit Lahiya.
Ein kvennanna sem særðust við moskuna í morgun fluttar á sjúkrahús í bænum Beit Lahiya. MYND/AP

Um 60 palestínskir byssumenn sluppu úr al-Nasir moskunni í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Þar höfðu þeir lokað sig inni á flótta undan ísraelskum hermönnum. Að sögn vitna hrundi moskan til grunna skömmu eftir að mennirnir höfðu forðað sér þaðan út.

Þeir komust ómeiddir undan þar sem fjölmargar palestínskar konur tóku sér stöðu milli moskunnar og ísraelsku hermannanna. Tvær þeirra voru skotnar til bana og sex særðust. Að sögn Ísarelshers stóð umsátrið um moskuna yfir í hálfan sólahring. Talsmaður hersins staðfesti að Palestínumennirnir hefðu komist undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×