Erlent

Danski umboðsmaðurinn krefur forsætisráðherra um svör

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ásamt Davíð Oddssyni
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ásamt Davíð Oddssyni MYND/Sigurður Jökull

Umboðsmaður danska þingsins hefur fært Ekstra blaðinu danska nokkurn sigur í baráttu þess við forsætis og utanríkisráðherra landsins.

Blaðamaðurinn Bo Elkjær hefur síðan 2003 reynt að fá viðtöl við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra og Per Stig Möloler, utanríkisráðherra, um það sem hann kallar lygarnar sem leiddu Dani til þáttöku í íraksstríðinu.

Síðan síðastliðið sumar hefur hann skrifað ráðherrunum bréf daglega, til þess að rukka um viðtöl sem hann segir að hann hafi fengið vilyrði fyrir. Jafnframt hefur hann krafist þess að fá afhent ýmis skjöl sem tengjast málinu, á grundvelli upplýsingalaga.

Á síðasta ári kvartaði hann við umboðsmann danska þingsins yfir því að ráðherrarnir hefðu sett sig á svartan lista. Foprsætisráðherrann svaraði umboðsmanni á þá leið að Bo Elkjær hefði ekki fengið neina aðra meðferð en aðrir fréttamenn, Anders Fogh hefði ekki veitt neinum blaðamanni viðtöl um Írak.

Það hefur nú verið upplýst að þetta er rangt. Ráðherrann hafði talað um Írak við danska ríkisstjónvarpið, sjónvarpssstöðina TV2 og Ritzau fréttastofuna. Umboðsmaðurinn hefur nú krafist skýringa af forsætisráðherranum vegna þessara nýju upplýsinga, og jafnframt gagnrýnt að dregið hafi verið að veita Bo Elkjær aðgang að skjölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×