Erlent

Óttast að hundruð þúsunda flýi heimili sín í Írak

Írakar í knattspyrnu á götu í Bagdad í dag. Yfirvöld í landinu bönnuðu alla umferð farartækja í borginni að ótta við árásir.
Írakar í knattspyrnu á götu í Bagdad í dag. Yfirvöld í landinu bönnuðu alla umferð farartækja í borginni að ótta við árásir. MYND/AP

Um fimmtíu þúsund Írakar flýja heimili sín í hverjum mánuði og búast má við að hundruð þúsunda muni gera það á næstunni vegna viðvarandi óstöðuleika í landinu. Þetta er mat flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Fram kom á blaðamannafundi sem stofnunin hélt í Genf í dag að að minnsta kosti 1,6 milljónir Íraka væru á flótta innan landsins og að 1,8 milljónir manna hefðu flúið til nágrannaríkja eins og Jórdaníu, Sýrlands, Líbanons og Írans.

Bent var á að margir hefðu flúið heimili sín áður en Saddam Hussein var var steypt af stóli árið 2003 en vaxandi ofbeldi í landinu hefði einnig valdið því að margir leituðu nú til ættingja, vina og jafnvel ókunnugra í skjól. T

alsmaður flóttamannahjálparinnar sagði ástandið í landinu gera hjálparsamtökunum nánast ómögulegt að koma fólki til hjálpar og að meirihluti þeirra sem flúið hefðu heimili sín byggju við óviðunandi aðstæður.

Þá hefur flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna aðeins fengið um 60 prósent að því fé sem hún óskaði eftir til að hjálpa Írökum sem flúið hafa heimili sín og um 50 þúsund Palestínumönnum, Írönu og Sýrlendingum sem eru flóttamenn í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×