Erlent

Hestum bjargað af hól

Rúmlega hundrað hestum var bjargað í dag ofan af litlum hól í Hollandi þar sem þeir sátu fastir. Hestarnir urðu innlyksa þegar flæddi yfir friðlýst svæði á þriðjudaginn en þar hafði hestunum verið sleppt lausum.

18 hestar drukknuðu en 20 var bjargað þegar á miðvikudag, áður en veður versnaði á ný.

Slæmar aðstæður hestanna vöktu samúð Hollendinga, sem og annarra, og fylgdist fólk áhugasamt með björgunartilraunum sem loks báru árangur í dag.

Dýraverndunarsinnar höfðu varað eigendur hestanna við veðurofsanum og að hestar á svæðinu væru í hættu. Ekkert var að gert og hefur landbúnaðarráðuneytið hollenska nú fyrirskipað rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×