Erlent

NATO í átökum í nágrenni Kabúl

Hermenn NATO að störfum í Afganistan.
Hermenn NATO að störfum í Afganistan. MYND/AP

Hersveitir NATO í Afganistan lentu í morgun í átökum við íslamska uppreisnarmenn í 70 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Er þetta fyrsti bardaginn svo nálægt Kabúl síðan stjórn Talibana var komið frá völdum.

Ástandið í Afganistan hefur ekki verið jafnslæmt síðan Talibönum var komið frá völdum árið 2001. Yfir þrjú þúsund manns hafa látið lífið í átökum það sem af er þessu ári og þar af hefur þriðjungur þeirra verið óbreyttir borgarar. NATO tók við öryggisgæslu í Afganistan í síðasta mánuði og er þetta stærsta verkefni sem NATO hefur tekið þátt í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×