Erlent

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum harðnar

George W. Bush berst áfram þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að demókratar eigi eftir að vinna sigur í þingkosningnum þann 7. nóvember næstkomandi.
George W. Bush berst áfram þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að demókratar eigi eftir að vinna sigur í þingkosningnum þann 7. nóvember næstkomandi. MYND/AP

George W. Bush varaði við því í dag að demókratar myndu hækka skatta í ræðu sem hann hélt í dag. Lokaumferð kosningabaráttunnar fyrir þingkosningar, sem fara fram þann 7. nóvember þar í landi, er nú í hámarki.

Á sama tíma hafa dagblöð, sem eru gefin út af bandaríska hernum og eru víðlesin af hermönnum, sagt að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eigi að segja af sér þar sem hann hafi tapað trausti innan hersins. Nýlegar skoðanakannanir sýna að um 54% kjósenda ætli sér að kjósa demókrata á meðan aðeins 38% þeirra ætli að kjósa repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×