Haukar snúa baki við Bush 4. nóvember 2006 21:00 Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Um er að ræða þá Richard Perle, sem var einn nánasti ráðgjafi Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Adelman, sem átti sæti í varnarmálanefnd varnarmálaráðuneytisins ásamt Perel, og David Frum, fyrrverandi ræðuhöfund forsetans, en hann skrifaði ræðuna frægu um öxulveldi hins illa, það er Írak, Íran og Norður-Kóreu. Þeir tjá sig í viðtölum við bandaríska tímaritið Vanity Fair sem birt verða í janúarhefti þess sem kemur út í næsta mánuði. Útdrættir úr viðtölunum voru birtir á vefsíðu blaðsins í dag. Sú birting hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að þrír dagar eru til þingkosninga í Bandaríkjunum. Perle og Adelman voru einhverjir helstu stuðningsmenn innrásarinnar í Írak. Þeir segja nú að þeir hefðu aldrei stutt hana hefðu þeir vitað hversu klaufalega yrði staðið að málum eftir að búið væri að steypa Saddam Hússein af stóli. Talsmaður Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um það sem fram kemur í greininni í dag. Bush Bandaríkjaforseti hefur reynt sitt til að styðja frambjóðendur Repúblíkanaflokksins í þingkosningunum á þriðjudag en margir þeirra hafa afþakkað hjálp hans. Kannanir benda til þess að demókratar bæti töluvert við sig í báðum þingdeildum og nái jafnvel meirihluta. Repúblíkanar telja þó margir að dómur sem kveðinn verður upp yfir fyrrverandi Íraksforseta í fyrramálið verði til að styrkja stöðu flokksins á heimavelli. Um er að ræða ákærur vegna fjöldamorða í Dujail fyrir tuttugu og fjórum árum. Öryggisgæsla í helstu borgum Íraks hefur verið hert þar sem stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa hótað óeirðum verði hann dæmdur til dauða. Réttarhöldum yfir Hússein lýkur þó ekki á morgun því fleiri ákærur á eftir að taka fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Um er að ræða þá Richard Perle, sem var einn nánasti ráðgjafi Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Adelman, sem átti sæti í varnarmálanefnd varnarmálaráðuneytisins ásamt Perel, og David Frum, fyrrverandi ræðuhöfund forsetans, en hann skrifaði ræðuna frægu um öxulveldi hins illa, það er Írak, Íran og Norður-Kóreu. Þeir tjá sig í viðtölum við bandaríska tímaritið Vanity Fair sem birt verða í janúarhefti þess sem kemur út í næsta mánuði. Útdrættir úr viðtölunum voru birtir á vefsíðu blaðsins í dag. Sú birting hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að þrír dagar eru til þingkosninga í Bandaríkjunum. Perle og Adelman voru einhverjir helstu stuðningsmenn innrásarinnar í Írak. Þeir segja nú að þeir hefðu aldrei stutt hana hefðu þeir vitað hversu klaufalega yrði staðið að málum eftir að búið væri að steypa Saddam Hússein af stóli. Talsmaður Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um það sem fram kemur í greininni í dag. Bush Bandaríkjaforseti hefur reynt sitt til að styðja frambjóðendur Repúblíkanaflokksins í þingkosningunum á þriðjudag en margir þeirra hafa afþakkað hjálp hans. Kannanir benda til þess að demókratar bæti töluvert við sig í báðum þingdeildum og nái jafnvel meirihluta. Repúblíkanar telja þó margir að dómur sem kveðinn verður upp yfir fyrrverandi Íraksforseta í fyrramálið verði til að styrkja stöðu flokksins á heimavelli. Um er að ræða ákærur vegna fjöldamorða í Dujail fyrir tuttugu og fjórum árum. Öryggisgæsla í helstu borgum Íraks hefur verið hert þar sem stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa hótað óeirðum verði hann dæmdur til dauða. Réttarhöldum yfir Hússein lýkur þó ekki á morgun því fleiri ákærur á eftir að taka fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“