Erlent

Skutu 12 ára stúlku til bana

Ísraelskir hermenn á Gaza-svæðinu.
Ísraelskir hermenn á Gaza-svæðinu. MYND/AP

Ísraelskar leyniskyttur skutu 12 ára palestínska stúlku til bana í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í gær. Aðgerðir Ísraela þar síðan á miðvikudag hafa kostað á fimmta tug Palestínumanna lífið. Á sama tíma er þjóðstjórn Palestínumanna sögð ná næsta leyti.

Auk stúlkunnar féllu 7 herskáir Hamas-liðar og 1 óbreyttur borgari féllu í árásum ísraelskra hermanna í gær. Talsmaður Ísraelshers segir það leið mistök að stúlkan hafi fallið. Leyniskyttan hafi beint byssu sinni að herskáum Palestínumanna en óvart hæft stúlkuna.

44 Palestínumenn hafa fallið síðan á miðvikudag þegar Ísraelar hófu árásir sínar á Beit Hanoun, sem liggur nærri landamærunum að Ísrael. Aðgerðirnar eru sagðar miða að því að koma í veg fyrir að Palestínumenn geti skotið flugskeytum þaðan á ísraelskt landsvæði.

En á meðan barist er á Gaza-svæðinu reyna háttsettir Palestínumenn að mynda þjóðstjórn og mun aðeins dagspursmál um hvenær það takist. Háttsettur aðstoðarmaður Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Palestínumanna, segir grundvöllinn sem sú stjórn byggi á ekki fylgja að öllu kröfum vesturveldanna.

Skorið hefur verið á fjárstuðning við heimastjórn Hamas-liða þar sem þeir hafa ekki viljað viðurkenna Ísraelsríki og afneita þeim sem fremji óhæfuverk í nafni samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×