Erlent

Ramsey Clark hent út úr réttarsal

Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna
Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna MYND/AP

Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var hent út úr réttarsal í Bagdad, í gær, fyrir að móðga dómstólinn yfir Saddam Hussein.

Clark fer fyrir alþjóðlegum hópi lögfræðinga sem tengist verjendum forsetans fyrrverandi. Hann hafði sent Raouf Abdul Rahman dómara bréf, þar sem hann talaði um að réttlætið væri fótum troðið, eftir að Saddam Hussein var dæmdur til dauða.

Þessi reiddist dómarinn mjög, og skipaði Clark að hypja sig út úr réttarsalnum. "Út með þig, út, út" hrópaði Rahman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×