Aðalsamningamaður Bandaríkjanna í umhverfismálum segir að Bandaríkin standi sig betur í því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en mörg önnur lönd. Hann á ekki von á því að bandaríkjamenn undirgangist Kyoto samkomulagið, meðan núverandi ríkisstjórn situr í Washington.
Fimmþúsund fulltrúar sitja nú hina árlegu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem að þessu sinni er haldin í Kenya. Á næstu tveim vikum munu þeir verða fræddir um þær loftslagsbreytingar sem eru að verða í heiminum, og eru þær upplýsingar byggðar á skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem birt verður á næsta ári.