Erlent

Lögfræðiteymi í bandaríska kosningaslaginn

Þinghúsið í Washington
Þinghúsið í Washington

Bæði repúblikanar og demókratar í Bandaríkjunum eru búnir að safna saman hópum lögfræðinga, sem eiga að leggja fram kærur ef úrslit verða einhversstaðar í vafa í þingkosningunum sem fram fara á morgun.

Kjörsókn er jafnan minni í Bandaríkjunum, þegar ekki er kosningaár forseta. Svo er að þessu sinni, og er búist við að kjörsókn verði ekki nema um fjörutíu prósent. Hvert atkvæði er því dýrmætt og verður hart barist, ef einhversstaðar verður mjótt á munun.

Bandaríkjamenn, sem og aðrir, vonast þó til að þetta verði ekki sú martröð sem var þegar George Bush sigraði Al Gore, um árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×