Erlent

Útgöngubanni aflétt að hluta til í Bagdad

Íbúar í Bagdad lesa dagblöð í kjölfar dauðadóms sem kveðinn var upp yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.
Íbúar í Bagdad lesa dagblöð í kjölfar dauðadóms sem kveðinn var upp yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. MYND/AP

Íröksk yfirvöld hafa aflétt útgöngubanni í höfðuborginni Bagdad að hluta til en því var komið á áður en Saddam Hussein, fyrrverandi forseti landsins, var dæmdur til dauða í gær fyrir glæpi gegn mannkyni. Óttast var að til uppþota kæmi í kjölfarið í höfuðborginni en allt hefur verið með kyrrum kjörum í dag.

Íbúar í Bagdad hafa því geta snúið aftur út á götur borgarinnar og hið sama má segja um íbúa í tveimur öðrum héruðum í landinu. Hins vegar er umferð farartækja áfram bönnuð og verður að minnsta kosti þangað til í fyrramálið. Dauðadómurinn yfir Hussein hefur vakið blendin viðbrögð um allan heim, en honum hefur verið áfrýjað til sérstaks dómstóls sem fjallar um hann á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×