Erlent

Fær ekki að passa Tony Blair

MYND/AP

Breskur lögreglumaður, sem er múslimi, hefur höfðað mál vegna þess að hann var fluttur úr lífvarðasveit, sem meðal annars passar upp á Tony Blair, forsætisráðherra.

Amjad Farooq, sakar lögregluna um kynþáttamisrétti og mismunun vegna trúarbragða sinna. Breska blaðið The Guardian segir að rannsókn innra eftirlits lögreglunnar hafi leitt í ljós að börn Farooqs sóttu mosku starfaði klerkur sem grunaður er um hryðjuverkatengsl.

Lögmaður Farooqs segir að allir múslimar séu fyrirfram dæmdir sekir, og fái ekki að njóta vafans. Þetta sé óþolandi og því hafi hann höfðað mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×