Erlent

Hizbolla ætla að stjórna Líbanon

Líbanar halda á lofti myndum af Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizbolla.
Líbanar halda á lofti myndum af Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizbolla. MYND/AP

Stjórnvöld í Líbanon eru enn að reyna að ná samkomulagi við Hizbolla skæruliða, sem hóta að steypa stjórn landsins, ef þeir fá ekki neitunarvald í ríkisstjórninni.

Líbanon er að berjast við að rétta úr kútnum eftir 34 daga stríð við Ísrael, í júlí og ágúst, sem hófst eftir að Hizbolla skæruliðar réðust yfir landamærin til Ísraels, drápu þar átta hermenn og rændu tveim til viðbótar.

Hizbolla hefur lengi verið ríki í ríkinu, í Líbanon, og í síðustu viku hótaði Hassan Nasrallah, leiðtogi samtakanna að steypa ríkisstjórninni af stóli, ef þau fengju ekki þriðjunginn af sætunum í ríkisstjórninni, sem eru 24 talsins. Þarmeð hefði Hizbolla neitunarvald í öllum málum í Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×