Erlent

Danskir hermenn verða áfram í Írak

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ásamt Davíð Oddssyni, sem einnig studdi innrásina í Írak.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ásamt Davíð Oddssyni, sem einnig studdi innrásina í Írak.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í dag að danskir hermenn yrðu áfram í Írak, svo lengi sem stjórnvöld þar í landi vildu hafa þá.

Um 460 danskir hermenn eru í Írak og eru staðsettir, ásamt breskri hersveit, í grennd við Basra í suðurhluta landsins.

Forsætisráðherrann sagði, á blaðamannafundi, að stefna ríkisstjórnarinnar væri óbreytt. Danskir hermenn yrðu í Írak meðan Írakar óskuðu eftir því, meðan Sameinuðu þjóðirnar styddu það, og svo lengi sem dönskum stjórnvöldum þætti ástæða til.

Rasmussen bætti því við að sem aðilar að alþjóðlegu bandalagi myndu Danir ekki gera neitt án þess að ráðfæra sig við bandamenn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×