Dallas enn án sigurs 7. nóvember 2006 14:35 Avery Johnson og Don Nelson voru áður samstarfsfélagar hjá Dallas, en í nótt stýrði gamli refurinn Nelson liði sínu til sigurs á Dallas eftir að Johnson var vikið af velli fyrir að láta dómara heyra það NordicPhotos/GettyImages Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira