Tónlist

Ljósmyndasamkeppni frá Hróarskeldu

Í tilefni þess að miðasala er að hefjast hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni en sigurvegarinn verður tilkynntur sama dag og miðasalan hefst. Hátíðin verður haldin dagana 5.-8. júlí á næsta ári en aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa hátíðina um eina viku en venjan hefur verið hingað til. Upphitunin hefst 1. júlí, á sunnudeginum fyrir hátíðina. Hróarskelda er stærsta tónlistarhátíð Norður-Evrópu og var fyrst til þess að kynna 4+4 hugtakið en það samanstendur af fjórum dögum til þess að hita upp fyrir fjóra daga af magnaðri tónlistdagskrá.

 

Á www.roskilde-festival.is má finna ýmsar upplýsingar um hátíðina á íslensku, skoða myndir, skoða hljómsveitalista frá upphafi, spjallborð (opnar aftur 1. desember). Einnig er hægt að skrá sig og vini sína á póstlista heimasíðunnar og þeir sem það gera fá fyrstir fréttir af tilkynningum frá Danmörku á íslensku.

 

Á síðastliðinni hátíð var 1,7% seldra miða seldir á hér á landi en í heildina voru á milli 1300-1400 miðar seldir. Ætla má að margir Íslendingar kaupi miða sína í Danmörku en engin leið er að vita hversu margir það gera. Með því að kaupa miðann hér á landi gefur það aðstandendum hátíðarinnar betri yfirsýn yfir hversu margir Íslendingar sækja hátíðina. Fyrir Hróarskeldu 2006 var sett sölumet á miðum hér á landi og vonast er til að við gerum enn betur á næsta ári. Fyrir hátíðina í ár varð uppselt tveimur vikum fyrir upphaf hátíðarinnar og má ætla að svipað gerist á næsta ári.

 

Hátíðin áætlar að segja frá fyrstu hljómsveitum nú strax í desember og svo á hverjum miðvikudegi fram að hátíðinni.

 

Besta ljósmyndin á Roskilde 2006

Roskilde-festival.is efnir til ljósmyndasamkeppni þar sem hátíðargestir geta tekið þátt og átt möguleika á því að vinna tvo miða á Hróarskeldu 2007. Keppnin er einföld í sjálfu sér og snýst hún um hver á flottustu ljósmyndina sem lýsir stemmingunni á Hróarskeldu hvað best. Myndin má vera frá hvaða Hróarskelduhátíð sem er, ekkert endilega síðast liðinni hátíð. Framlög til keppninnar skal senda á stafrænu sniði á roskilde@roskilde-festival.is með fyrirsögninni "Ljósmyndasamkeppni" ásamt nafni og tölvupóstfangi keppanda. Myndin má vera löguð til í ljósmyndaforritum eins og s.s. Photoshop. Hver keppandi má senda inn fleiri en eina mynd. Samskonar keppni var haldin nýlega á opinberu síðu hátíðarinnar http://www.roskilde-festival.dk en þar er hægt að sjá ljósmyndina sem sigraði keppnina ásamt öðrum úrslitamyndum. Smellið hér til að skoða. Roskilde-festival.is áskilur sér þann rétt að birta innsendar myndir á heimasíðunni. Skilafrestur á myndum er til 24. nóvember. Úrslitin verða svo tilkynnt á www.roskilde-festival.is 1. desember n.k.

 

Aðgöngumiði á hátíðina tryggir tjaldstæði í viku, frá sunnudeginum 1. júlí kl. 08.00 og aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar meðan hún stendur yfir.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×