Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína 10. nóvember 2006 15:33 Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, við undirritun viljayfirlýsingarinnar í Kína. Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Í tilkynningu frá Eimskipi rúmar geymslan 50.000 tonn og verður því stærsta einingakæligeymslan í Kína. Viljayfirlýsingin felur einnig í sér möguleika á stækkun geymslunnar um allt að 50.000 tonn til viðbótar. Þá segir að ákveðið hafi verið að reisa kæligeymsluna í Qingdao vegna þess að höfnin er þekkt sem stærsta útflutningsstöð kæliflutningaskipa en hún hefur verið kölluð „höfn vonarinnar á 21. öldinni" og „milljón tonna höfnin". Qingdao-höfn er þriðja stærsta gámaflutningahöfnin í Kína en á þessu ári er áætlað að um 220 milljón tonn og 8 milljón gámaeiningar (TEUs) fari um hana. Fyrstu tíu mánuði þessa árs fóru um 315.000 kæligámaeiningar (reefer TEUs) um höfnina. Baldur Guðnason forstjóri Eimskips, segir þetta mjög spennandi verkefni og styðji við núverandi starfsemi Eimskips í Kína. „Þetta er stór áfangi fyrir Eimskip og ekki síst fyrir Qingdao-höfn. Hingað til hefur flutningur hitastýrðra afurða í Kína mestmegnis farið fram á öðrum höfnum landsins en nú hefur Qingdao-höfn tækifæri til þess að verða stærsta dreifingarmiðstöð frystra og kældra afurða í Kína. Þetta er mikilvægur liður í þeirri sýn Eimskips að verða leiðandi aðili í hitastýrðum flutningum á heimsvísu en við höfum háleit markmið um nýtingu geymslunnar hvað varðar flutninga milli N-Ameríku og Asíu," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Í tilkynningu frá Eimskipi rúmar geymslan 50.000 tonn og verður því stærsta einingakæligeymslan í Kína. Viljayfirlýsingin felur einnig í sér möguleika á stækkun geymslunnar um allt að 50.000 tonn til viðbótar. Þá segir að ákveðið hafi verið að reisa kæligeymsluna í Qingdao vegna þess að höfnin er þekkt sem stærsta útflutningsstöð kæliflutningaskipa en hún hefur verið kölluð „höfn vonarinnar á 21. öldinni" og „milljón tonna höfnin". Qingdao-höfn er þriðja stærsta gámaflutningahöfnin í Kína en á þessu ári er áætlað að um 220 milljón tonn og 8 milljón gámaeiningar (TEUs) fari um hana. Fyrstu tíu mánuði þessa árs fóru um 315.000 kæligámaeiningar (reefer TEUs) um höfnina. Baldur Guðnason forstjóri Eimskips, segir þetta mjög spennandi verkefni og styðji við núverandi starfsemi Eimskips í Kína. „Þetta er stór áfangi fyrir Eimskip og ekki síst fyrir Qingdao-höfn. Hingað til hefur flutningur hitastýrðra afurða í Kína mestmegnis farið fram á öðrum höfnum landsins en nú hefur Qingdao-höfn tækifæri til þess að verða stærsta dreifingarmiðstöð frystra og kældra afurða í Kína. Þetta er mikilvægur liður í þeirri sýn Eimskips að verða leiðandi aðili í hitastýrðum flutningum á heimsvísu en við höfum háleit markmið um nýtingu geymslunnar hvað varðar flutninga milli N-Ameríku og Asíu," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira