Chicago - Indiana í beinni

Það má búast við hörkuleik í nótt þegar Chicago Bulls og Indiana Pacers eigast við í NBA deildinni í leik sem sýndur verður beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni klukkan 1:30. Chicago hefur ekki náð að fylgja eftir stórsigri sínum á Miami í fyrsta leik tímabilsins og þarf að eiga góðan leik til að leggja Indiana sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum.