57 stig Michael Redd dugðu skammt 12. nóvember 2006 14:33 Michael Redd NordicPhotos/GettyImages Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira