Fimmti sigur LA Clippers í röð 13. nóvember 2006 05:21 NordicPhotos/GettyImages LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum