Klien ekur hjá Honda

Austurríkismaðurinn Christian Klien verður vara- og æfingaökumaður Honda-liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili samkvæmt fréttatilkynningu frá liðinu í dag. Klien ók með Jaguar árið 2004 og ók fyrir Red Bull á síðasta ári. Hann verður varaökumaður fyrir þá Jenson Button og Rubens Barrichello hjá enska liðinu á næsta keppnistímabili. Klien leysir Anthony Davidson af hómi, en sá fékk sæti í liði Super Aguri í gær.