Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann 17. nóvember 2006 17:48 Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira