Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann 17. nóvember 2006 17:48 Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira