Mat ráðherra verður virt 18. nóvember 2006 06:00 Allmiklar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum vegna greinar sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóraembættisins, skrifaði í nafni stöðu sinnar í Morgunblaðið liðinn miðvikudag. Að hluta til hefur sú umræða þó sneitt framhjá merg málsins. Í Morgunblaðsgreininni segir aðstoðaryfirlögregluþjónninn: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Einn æðsti maður ríkislögreglunnar hefur hér komist að þeirri niðurstöðu að hornsteinn réttarríkisins, jafnræðisreglan, sé óvirk í sakamálum. Brotalömin er annaðhvort hjá lögreglu og ákæruvaldi eða dómstólum. Vafalaust yrði það talinn útúrsnúningur að halda því fram að aðstoðaryfirlögregluþjónninn hafi verið að beina spjótum að lögreglunni og ákæruvaldinu. Eftir stendur þá að hann telur dómstólana hafa brugðist á svo afdrifaríkan hátt. Jafn þung ásökun frá jafn háttsettum embættismanni um að dómstólarnir hafi brugðist í varðstöðu um sjálfan grundvöll réttarríkisins er einstök. Á þessum vettvangi verður hins vegar ekki á neinn hátt tekin afstaða til þess hvort aðstoðaryfirlögregluþjónninn hefur á réttu að standa. Hitt er ljóst að ekki verður við það unað að sú staða sé uppi í dómskerfinu sem aðstoðaryfirlögregluþjónninn lýsir. Hafi hann rétt fyrir sér þarf án tafar að gera reka að því að þeir dómarar sem hlut hafa átt að dómum og úrskurðum í Baugsmálinu verði leystir frá störfum. Jafnframt verða dómsmálaráðherra og Alþingi að endurreisa dómstólana með nýrri löggjöf svo fljótt sem verða má. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn kallar í grein sinni á viðbrögð yfirvalda. Þau eru dómsmálaráðherrann í þessu tilviki. Óvanalegt er að embættismaður stilli ráðherra upp við vegg með þessum hætti. Jafnvel má segja að það sé óviðeigandi gagnvart ráðherranum. En það er orðinn hlutur sem ekki verður horft framhjá. Ráðherrann á tveggja kosta völ: Að sýna með beinum eða óbeinum hætti að hann hafi traust á dómstólunum eða taka opinberlega undir fullyrðingu aðstoðaryfirlögregluþjónsins og bregðast þá við með þeim ráðstöfunum sem duga til þess að tryggja að jafnræðisreglan verði virk á ný. Hafi ráðherrann traust á dómstólunum getur hann að sjálfsögðu sýnt það með yfirlýsingu þar að lútandi. En þögn hans um málið er einnig jafnskýr og afgerandi yfirlýsing þar um. Líta verður svo á að þögn ráðherrans dugi í þessu tilviki sem klár yfirlýsing um traust á dómstólunum fyrir þá sök að honum bæri skylda til að grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða ef hann væri sammála aðstoðaryfirlögregluþjóninum. Engin ástæða er til annars en að hafa fulla trú á að mat dómsmálaráðherra muni byggjast á traustum málefnalegum sjónarmiðum. Á hvern veg sem það fer er því fyrirfram unnt að lýsa yfir að það verður virt. En óvissa um traust réttvísinnar á dómstólunum er óhugsandi í réttarríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun
Allmiklar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum vegna greinar sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóraembættisins, skrifaði í nafni stöðu sinnar í Morgunblaðið liðinn miðvikudag. Að hluta til hefur sú umræða þó sneitt framhjá merg málsins. Í Morgunblaðsgreininni segir aðstoðaryfirlögregluþjónninn: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Einn æðsti maður ríkislögreglunnar hefur hér komist að þeirri niðurstöðu að hornsteinn réttarríkisins, jafnræðisreglan, sé óvirk í sakamálum. Brotalömin er annaðhvort hjá lögreglu og ákæruvaldi eða dómstólum. Vafalaust yrði það talinn útúrsnúningur að halda því fram að aðstoðaryfirlögregluþjónninn hafi verið að beina spjótum að lögreglunni og ákæruvaldinu. Eftir stendur þá að hann telur dómstólana hafa brugðist á svo afdrifaríkan hátt. Jafn þung ásökun frá jafn háttsettum embættismanni um að dómstólarnir hafi brugðist í varðstöðu um sjálfan grundvöll réttarríkisins er einstök. Á þessum vettvangi verður hins vegar ekki á neinn hátt tekin afstaða til þess hvort aðstoðaryfirlögregluþjónninn hefur á réttu að standa. Hitt er ljóst að ekki verður við það unað að sú staða sé uppi í dómskerfinu sem aðstoðaryfirlögregluþjónninn lýsir. Hafi hann rétt fyrir sér þarf án tafar að gera reka að því að þeir dómarar sem hlut hafa átt að dómum og úrskurðum í Baugsmálinu verði leystir frá störfum. Jafnframt verða dómsmálaráðherra og Alþingi að endurreisa dómstólana með nýrri löggjöf svo fljótt sem verða má. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn kallar í grein sinni á viðbrögð yfirvalda. Þau eru dómsmálaráðherrann í þessu tilviki. Óvanalegt er að embættismaður stilli ráðherra upp við vegg með þessum hætti. Jafnvel má segja að það sé óviðeigandi gagnvart ráðherranum. En það er orðinn hlutur sem ekki verður horft framhjá. Ráðherrann á tveggja kosta völ: Að sýna með beinum eða óbeinum hætti að hann hafi traust á dómstólunum eða taka opinberlega undir fullyrðingu aðstoðaryfirlögregluþjónsins og bregðast þá við með þeim ráðstöfunum sem duga til þess að tryggja að jafnræðisreglan verði virk á ný. Hafi ráðherrann traust á dómstólunum getur hann að sjálfsögðu sýnt það með yfirlýsingu þar að lútandi. En þögn hans um málið er einnig jafnskýr og afgerandi yfirlýsing þar um. Líta verður svo á að þögn ráðherrans dugi í þessu tilviki sem klár yfirlýsing um traust á dómstólunum fyrir þá sök að honum bæri skylda til að grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða ef hann væri sammála aðstoðaryfirlögregluþjóninum. Engin ástæða er til annars en að hafa fulla trú á að mat dómsmálaráðherra muni byggjast á traustum málefnalegum sjónarmiðum. Á hvern veg sem það fer er því fyrirfram unnt að lýsa yfir að það verður virt. En óvissa um traust réttvísinnar á dómstólunum er óhugsandi í réttarríki.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun