Innlent

Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra

MYND/Sigurður Jökull

Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna.

Fram kemur á vef Skessuhorns að Bergþór ræði ekki ástæður uppsagnarinnar í bréfinu en segi orðrétt: „Það er með þetta eins og annað sem fram fer á milli ráðherra og aðstoðarmanns hans að það er í trúnaði, því verða ástæður uppsagnar minnar ekki ræddar sérstaklega eða útskýrðar."

Skessuhorn bendir á að á laugardaginn hafi verið gengið frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og þar hafi Bergþór verið úthlutað áttunda sæti. Skagamenn hafi í aðdraganda uppstillingar sótt það fast að fá sæti ofarlega á listanum og hafi nafn Bergþórs verið nefnt í því sambandi. Niðurstaðan hafi orðið sú að Herdís Þórðardóttir frá Akranesi skipar fjórða sætið.

Skessuhorn spurði Bergþór hvort ekki mætti tengja uppsögn hans þeim átökum sem orðið hafa um uppstillinguna en hann vildi ekki tjá sig en vísaði til þess sem fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins um að hann hafi ákveðið að róa á önnur mið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×