Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf.
Í tilkynningu frá félögunum til Kauphallar Íslands segir að markmiðið með samrunanum sé að leysa aukinn slagkraft úr læðingi með markvissri samvinnu og fjölbreyttara vöruúrvali.
Nú starfa um 700 manns samtals hjá þessum fyrirtækjum
Samrunanefnd verður skipuð af stjórnum beggja félaga