Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meðal þeirra sem eru með Geir í för er Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður.
Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun
