Eggert og félagar kaupa West Ham 21. nóvember 2006 09:08 Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira