Innlent

Anna Kristín tekur þriðja sætið

MYND/Hari

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni. Anna Kristín sagði í samtali við NFS á dögunum að hún væri að íhuga hvort hún myndi taka sætið en nú virðist hún hafa ákveðið sig og segir í samtali við Skessurhorn að þriðja sætið sé baráttusæti listans. Hún muni leggja allt sitt af mörkum til þess að sigur flokksins verði sem glæsilegastur í vor.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×