Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum 21. nóvember 2006 17:23 MYND/Reuters Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg. Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg.
Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira