Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund 22. nóvember 2006 14:59 MYND/Baldur Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira