Laun hækkuðu að meðaltali um 0,5% í október og hafa því hækkað um alls 11% á síðustu tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur því aukist sem þessu hálfa prósenti nemur og því alls um rúm 3,5% á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi skotist upp á síðustu misserum.
Kjarasamningar útskýra hluta af þessu því að þeir hækkuðu laun í júlí á þessu ári. Hækkun launavísitölunnar er meiri en venjulega og því er útlit fyrir að töluverður þrýstingur sé enn á hana og laun gæti því hækkað enn meira. Á síðustu tíu árum hafa laun hækkað um 0,3% að meðaltali í október og er því hækkunin nú töluvert mikil.
Þetta kom fram í hálffimm fréttum greiningardeildar KB banka.