Meirihluti fjárlaganefndur leggur til að stjórnmálaflokkarnir fái 130 milljóna króna aukafjárveitingu vegna breytinga á lagaumgjörð um flokkana. Þetta kemur fram í breytingartillögum meirihlutans við fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra.
Í tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi á Íslandi sem kynntar voru í dag er lagt til að hámark verði sett á fjárframlög frá lögaðilum og einstaklingum til stjórnmálaflokka og er það 300 þúsund krónur. Er viðbótarfjármagnið hugsað til að tryggja að stjórnmálaflokkar geti haldið uppi svipaðri starfsemi og þeir gera í dag.