Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða 22. nóvember 2006 18:54 Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni. Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni.
Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira