Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða 22. nóvember 2006 18:54 Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum