Fjárlögum vísað til þriðju umræðu 24. nóvember 2006 11:57 MYND/AP Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira