Erlent

Le Pen vinsælli en nokkru sinni

Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le er nú vinsælli en nokkrusinni, í Frakklandi, og gerir sér góðar vonir um að fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem haldnar verða eftir sex mánuði.

Í nýrri skoðanakönnun sem franska blaðið Le Monde birtir í dag hefur Le Pen heil sautján prósent kjósenda að baki sér, og hefur aldrei mælst með meira fylgi.

Jean-Marie Le Pen er ákafur þjóðernissinni sem hefur einkum á málaskrá sinni að berjast gegn innflytjendum. Hugsanlegt er að hluta hluta skýringarinnar á auknu fylgi hans séu hinar miklu óeirðir sem urðu í hverum innflytjenda í París og víðar um Frakkland, síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×